Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:49:16 (2814)

1996-02-08 15:49:16# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:49]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætlaði ekki að láta þessa umræðu snúast um ákveðna persónu. Ég gæti nefnt aðra konu í ráðherrastóli sem hefur staðið mjög vel við bakið á lítilmagnanum, Rannveigu Guðmundsdóttur. (Gripið fram í: Hún bar enga ábyrgð í síðustu ríkisstjórn.) Þessar konur, báðar tvær sem félagsmálaráðherrar stóðu mjög sterkan vörð um málefni fatlaðra. En ég bendi á að hér eru til umræðu (Gripið fram í: ... að skamma Alþfl. áðan?) verk þessarar ríkisstjórnar.