Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 17:31:46 (2841)

1996-02-08 17:31:46# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[17:31]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og fjármögnun á sjúkrastofnunum er í dag, og ég veit að hv. þm. þekkir þar sem hann var áður heilbrrh., eru þessar stofnanir að togast á um fjármagnið. Þannig er það í dag. Fulltrúar frá stofnunum á landsbyggðinni koma suður og liggja yfir þingmönnum, sérstaklega þingmönnum í kjördæmi sínu og eru í heilbrrn. til að reyna að kría út fjármagn og sanna fyrir þeim sem valdið hafa hvað þeir þurfa. Er ekki miklu æskilegra að dreifa fjármagninu út í kjördæmin þar sem heimamenn geta skipt því þar sem ekki þarf að fara suður og eiga við eitthvert Reykjavíkurvald? Væri það ekki miklu skynsamlegra?