Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:58:45 (2863)

1996-02-08 18:58:45# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:58]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er fátt sem ég hef að segja nema þakka hv. þm. hlý orð í minn garð. Þau koma mér ekkert á óvart. Við erum gamlir flokksfélagar og vinir í sama flokki og eigum kannski eftir að verða það síðar á nýjan leik. Ég hygg og fagna því að hæstv. heilbrrh. kallar stjórnarandstöðuna að ákveðnum málum. Nú verða hv. þingmenn náttúrlega að gera sér það ljóst að þeir eru í löggjafarstörfum. Ég veit ekki hvort það væri heppilegt að hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir væri líka úti á sjúkrahúsunum að stjórna. Hér er hv. þm. í aðhaldshlutverki. Henni ber að vera það og gerir það oft málefnalega þó hún gangi að vísu svolítið hart fram gagnvart okkur fyrri félögum þegar henni hitnar í hamsi. Þá kemur manni í hug það sem kvenskörungurinn sagði: ,,Þeim var ég verst sem ég unni mest.`` En nú sýnist mér sinnaskipti á þessu og ég held að hv. þm. verði að una því hlutverki að vera ekki kölluð að hverju einasta erfiðu verkefni sem blasir við þeim sem með framkvæmdarvaldið fara hverju sinni.