Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 16:14:07 (2889)

1996-02-12 16:14:07# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[16:14]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Erindi mitt hingað er einungis til að undirstrika það að ég skil hv. þm., Ágúst Einarsson þannig að það sé fyrst og fremst til að valda ekki tilfinningaróti með þjóðinni, þ.e. fyrst og fremst af sálfræðilegum ástæðum sem hann leggur ekki til að ganga lengra. Mér finnst athyglisvert að hann skuli fyrst og fremst líta svo á að það sé af þessum orsökum sem hann er ekki reiðubúinn til að ganga lengra í þessu máli.