Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 14:32:17 (2940)

1996-02-13 14:32:17# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[14:32]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það má rétt vera að ég hafi líka haldið ræðu í desember. Hins vegar er nauðsynlegt að halda sömu ræðurnar aftur og aftur ef hv. þingmenn skilja þær ekki og ég mun halda áfram að gera það. (Gripið fram í.) Nei. Þær eru skiljanlegar. Ég er harður á því. Hins vegar varðandi ríkisfjármál, þá kom það fram hjá hv. 4. þm. Norðurl. e. að það vantar 13 milljarða upp á að tekjur af umferð og bílainnflutningi fari til vegamála. Þetta eru háar tölur. En ef allar þessar tekjur eiga að fara til vegamála, þá verður að sjálfsögðu að benda á hvar á að taka þessa peninga úr ríkisfjármáladæminu.