Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 15:01:32 (2952)

1996-02-13 15:01:32# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[15:01]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú kannski hálfgerður talnaleikur og ég ekki fullkomlega fim í þeim talnaleik þar sem ég hef ekki einu sinni átt aðgang að samgn. En ég vona að hv. samgn. sé búin að fjalla um umsókn Kvennalistans þannig að ég komist í þann merka hóp og geti betur kynnt mér málin. Þess vegna kann ég ekki alveg skil á því hvernig þetta framkvæmdaátaksfé skiptist á milli kjördæma. Eftir stendur sú staðreynd að framkvæmdaátaksupphæðin fer úr 1 milljarði og 32 millj. niður í 650 millj. kr. miðað við þá áætlun sem hafði verið gerð fyrir einu ári.