Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 12:59:49 (3061)

1996-02-15 12:59:49# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[12:59]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki stórvægileg athugasemd sem ég vildi gera því að ég var í flestu eða öllu sammála því sem hv. þm. Sturla Böðvarsson sagði. Hann vitnaði í greinargerð með frv. um fjárgreiðslur úr ríkissjóði sem flutt var á 116. löggjafarþingi. Ég vildi aðeins upplýsa hv. þm. um að þar var um að ræða orðrétta endursögn á því sem sagði í greinargerð með frv. til laga um fjárgreiðslur úr ríkissjóði sem flutt var fjórum árum fyrr. Það virðist því vera svo að hv. þingmenn sem fluttu seinna frv. hafi nýtt sér það að taka orðrétt upp greinargerð fyrra frv. Ég vildi bara hafa tilvitnunina í frumheimildina en ekki í síðari tíma afrit eða samrit og vildi því leiðrétta þetta, virðulegi forseti.