Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 16:24:58 (3134)

1996-02-19 16:24:58# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[16:24]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki betur en að ábending hv. þm. sé rétt. Í fskj. með þessu frv. þar sem núgildandi lög eru prentuð með þeim breytingum sem frv. gerir ráð fyrir er ekki að finna þetta ákvæði til bráðabirgða. Það breytir hins vegar ekki því að ákvæði til bráðabirgða er partur af lögunum og það fellur ekki niður nema með lögum. Það þarf lög til að afnema lög nema það sé sólarlagsákvæði í lögunum sem ekki er í þessu ákvæði til bráðabirgða. Það mun því að sjálfsögðu standa áfram eftir gildistöku laganna.

Hvað eignarhluta Texaco í Olís varðar er ég með skrá yfir það hver eignarhluti erlendra aðila var í íslenskum olíufélögum við gildistöku laganna árið 1991. Þar kemur í ljós að Texaco átti 25% í Olís. Eftir að þess lög voru sett hefur Texaco aukið eignarhlut sinn í Olís. Það er svo sem allt í lagi með það, en þá verða menn auðvitað að draga úr fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að því marki sem lög kveða á um. Og ég get ekki sætt mig við að mönnum skuli líðast að fara ekki að lögum.

Ég sé heldur enga nauðsyn fyrir Olís til þess að eiga hlutabréf í fyrirtækjum eins og Síldarvinnslunni. Þar verða þeir bara að velja og hafna. Þetta er eftirsótt fyrirtæki og eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem geta tafarlaust selt hlutabréf sín. Það er meiri eftirspurn eftir þeim en framboð. Það er því mjög einfalt fyrir olíufélögin að leysa þetta tiltekna mál sem þingmaðurinn hefur gert hér að umtalsefni.