Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 19:23:07 (3175)

1996-02-19 19:23:07# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[19:23]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekkert á móti þessu ákvæði. Það má standa þarna mín vegna. (SvG: Er það marklaust? Telurðu það?) Ég hef aðeins sagt að það væri marklaust. Og ef hann vill mótmæla þessari túlkun, þá legg ég til að hann fari upp í viðskiptafræðideild háskólans. Þar finnur hann hagfræðingana sem eru að kenna fiskihagfræði. Það væri gaman fyrir hv. þm. að heyra þeirra sjónarmið um hvort ég sé að fara með algert fleipur.