Tækifæri kvenna til starfsframa í utanríkisþjónustunni

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 13:40:11 (3210)

1996-02-21 13:40:11# 120. lþ. 94.1 fundur 287. mál: #A tækifæri kvenna til starfsframa í utanríkisþjónustunni# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., Fyrirspyrjandi KÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[13:40]

Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin. Ég held að hann hafi dregið hér upp mjög raunsanna mynd af því hvernig ástandið er í íslensku utanríkisþjónustunni. Það er auðvitað rétt sem fram kom í máli hans að hún er tiltölulega fámenn enda ekki stór þjóð sem á bak við stendur. Ég vildi leggja áherslu á að utanrrn. haldi áfram á þeirri braut sem þegar er verið að feta. Þær tölur sem hér koma fram sýna að það er einhver örlítil fjölgun. En ég held að utanrrn. eins og önnur ráðuneyti þurfi einfaldlega að marka sér ákveðna stefnu hvað varðar mannaráðningar til þess að reyna að jafna þennan mjög svo ójafna leik sem sjá má í utanríkisþjónustunni.

Ég þakka svörin og er fegin að sjá að það eru þó einhverjar framfarir í þessu ráðuneyti.