Einbreiðar brýr

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 14:36:47 (3229)

1996-02-21 14:36:47# 120. lþ. 94.5 fundur 304. mál: #A einbreiðar brýr# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi RA
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[14:36]

Fyrirspyrjandi (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir skýr svör og jákvæð við fyrirspurnum mínum. Hann staðfesti í svari sínu að slysahættan við einbreiðar brýr hér á landi væri gífurleg og upplýsti að einbreiðar brýr á hringveginum væru 139, en það mun vera rétt sem fram kom hjá hv. 1. þm. Vestf. rétt í þessu að þá eru Vestfjarðabrýr ekki meðtaldar.

Ég held að óhjákvæmilegt sé að móta stefnu í þessum málum. Þessi fyrirspurn er að sjálfsögðu fyrst og fremst borin fram til þess að vekja athygli á vandanum og til að hafa uppi vissa viðleitni til að hann verði kortlagður og metinn í upphæðum, endurbótakostnaðurinn.

Ég vil einungis segja að lokum um leið og ég þakka fyrir þessa umræðu að ég held að það sé óhjákvæmilegt að mótuð verði stefna í þessum málum og gert sérstakt átak til að losa okkur við þessar einbreiðu brýr, a.m.k. þar sem umferðin er mest og hættan virðist vera stærst.