Innheimtustofnun sveitarfélaga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 19:00:25 (3799)

1996-03-11 19:00:25# 120. lþ. 104.11 fundur 356. mál: #A Innheimtustofnun sveitarfélaga# (samningar við skuldara) frv. 71/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[19:00]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það komi vel til greina að endurskoða þetta dráttarvaxtafyrirkomulag. Ég er ekki tilbúinn að lýsa yfir sérstakri afstöðu til málsins en mér finnst það alveg skoðunar vert hvernig að því verður staðið.

Varðandi það hverjir beri skellinn, þá reikna ég með því að hann lendi á jöfnunarsjóði eða á sjóði okkar allra, þ.e. þetta eru skuldir sem eru þegar tapaðar.