Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 15:32:29 (4048)

1996-03-19 15:32:29# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[15:32]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal velja mér orðin ef fjmrh. velur sér frumvörpin sem hann ætlar að reyna að þröngva í gegnum þingið og ég stend við það að þetta frv. sem hér er sett fram byggir á mannfyrirlitningu eða meðal annarra orða, hver eru hin minni háttar skrifstofustörf hjá ríkinu? Að sjálfsögðu byggir það á mannfyrirlitningu líka þegar heilar starfsstéttir eru sviptar samningsrétti án samráðs eða samninga við þær. Auðvitað byggir það líka á mannfyrirlitningu að halda því fram og fullyrða að um þessi mál hafi verið samið við okkur sem höfum verið í forsvari fyrir samtök launafólks í þessum efnum. Það er verið að misnota orð og hugtök. Ég held að hæstv. fjmrh. ætti að taka það til íhugunar. Síðan verður fróðlegt að heyra röksemdir hans og skýringar t.d. á sölunni á SR-mjöli fyrst við erum farin að ræða um ráðstöfun opinberra fjármuna.