Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:45:22 (4164)

1996-03-21 12:45:22# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:45]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru stórmerk orð sem hér voru sögð. Norrænt módel í vinnurétti um samskiptaaðila vinnuréttarins sem er virt um allan heim og er alls staðar litið til á vinnumarkaði heitir hjá hæstv. ríkisstjórn Íslands ,,villta vestrið``. Þetta lýsir að mínu mati því fullkomna skilningsleysi sem ríkisstjórnin hefur sýnt gagnvart samskiptum aðila á vinnumarkaði og gagnvart því hvernig þau samskipti eigi að fara fram. Mér finnst hreinlega ámátlegt að horfa upp á Framsfl. og einkum og sér í lagi hæstv. félmrh. draga þennan vagn frjálshyggjunnar og vinna skítverkin fyrir Sjálfstfl. Ég held það sé kominn tími til að hann fari að hugsa sig um.