Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 16:02:58 (4387)

1996-03-22 16:02:58# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[16:02]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir hið jákvæða sem flokksbróðir minn sem hér hefur talað sér í atferli félmrh. kem ég hér upp í andsvari varðandi þá ályktun formannafundar Alþýðusambandsins sem ræðumaður las hér úr ræðustól Alþingis. Virðulegi forseti. Samkvæmt þeirri ályktun og þeim viðbrögðum sem birtust ríkisstjórn og þingheimi öllum með formannafundinum sjálfum, í þeim hópi fólks sem hér mætti fyrir utan þinghúsið og afhenti forsrh. og félmrh. ályktun sína, sýnist mér að nú eigi ríkisstjórnin og félmrh. að breyta um atferli. Ég fer þess á leit við forseta að þeir eigi viðræður við forsrh. og félmrh. og hvetji til þess að hér verði stansað. Við ljúkum umræðum um þetta mál og frestum því þar til eftir páska. Menn eiga að mæta þeim góða vilja sem látinn var í ljós á tröppum þessa þinghúss fyrir stundu með því að fresta umræðum um þetta mál og freista samkomulags áður en málinu er vísað til nefndar. Með því að láta umræður fara hér fram alveg fram á rauða nótt og knýja fram atkvæðagreiðslu með eða án þátttöku stjórnarandstöðunnar á Alþingi, sýna menn atferli sem er óviðunandi fyrir þingræðið og lýðræðið Ég hvet félmrh. til að láta hér staðar numið.