Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 16:18:03 (4649)

1996-04-12 16:18:03# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:18]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Þetta er einmitt mergurinn málsins, virðulegi forseti, að hv. þm. horfir algerlega fram hjá því hve fjölgað hefur í þessari stétt á undanförnum árum. Þeir menn sem hafa komið nýir inn í bátaflotann eru ekki þessar liðnu kynslóðir af smábátaútgerðarmönnum sem hv. þm. var að verja í ræðu sinni af miklum fjálgleik og hita og miklum þunga. Ég er einmitt að tala um að þessir nýju aðilar í smábátaútgerðinni eru ekki látnir borga þetta. Þeir hirða allan ágóðann af þessum breytingum og það eru aflamarksbátarnir sem borga það.