Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 18:31:21 (4673)

1996-04-12 18:31:21# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[18:31]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka og endurtaka fyrirspurn mína til hæstv. sjútvrh. þar sem hann virðist hafa misskilið mig. Ég var ekki að spyrja um það hvort hann hygðist breyta sinni fiskveiðistjórnun í átt að stefnu Kvennalistans sem reyndar er í takt við landslög heldur hvort hann hygðist breyta fiskveiðistjórnuninni eða eignarhaldinu á auðlindinni þannig að hún sé í samræmi við gildandi lög, nefnilega 1. gr. laganna um stjórnun fiskveiða. Það hefur komið fram að hæstv. sjútvrh. hefur sveiflast í fiskveiðistjórnun sinni frá því að hlusta fyrst og fremst á LÍÚ en í þessu tilviki hlustar hann fyrst og fremst á smábátaeigendur. Hvenær ætlar hann að fara að landslögum og láta þau ráða sinni fiskveiðistjórnun?