Mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:12:21 (5289)

1996-04-29 15:12:21# 120. lþ. 127.1 fundur 272#B mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen# (óundirbúin fsp.), ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:12]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég beini orðum mínum til hæstv. utanrrh. varðandi málefni Íslendinganna sem fluttir voru með valdi og gegn vilja sínum til Klaipeda í Litáen dagana 21. mars til 27. mars á skipinu Vydunas. Við komuna til Klaipeda lögðu Íslendingarnir um borð í skipinu fram kröfu um rannsókn á gerðum skipstjóra um mannréttindabrot. Ég vil því leggja fram þá spurningu til utanrrh.:

1. Hvað hefur utanrrn. aðhafst til aðstoða þá Íslendinga sem hér um ræðir?

2. Hafa íslensk stjórnvöld gert litáískum stjórnvöldum grein fyrir málinu og eðli þess?