Tæknifrjóvgun

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 11:42:48 (5581)

1996-05-03 11:42:48# 120. lþ. 130.3 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[11:42]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Á þskj. 884 liggja fyrir breytingartillögur sem ég flyt við þetta mál. Þetta er fyrsta atkvæðagreiðslan um tölulið 1 á því þskj. þess efnis að greinin falli brott. Meginefni breytingartillagna minna varða það atriði að gert er ráð fyrir að tæknifrjóvgun sé miðuð við að kynfrumur væntanlegra foreldra eða parsins séu notaðar við tæknifrjóvgun en ekki séu notaðar gjafakynfrumur. Af því leiðir að spurningin um nafnleynd er óþörf, hún kemur ekki upp í því tilviki og því er eðlilegt að fella niður grein sem kveður á um það efni. Það hef ég lagt til og ég segi því já við þessa atkvæðagreiðslu. En meginefni tillögunnar koma fram í næsta tölulið á umræddu þingskjali.