Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 14:14:56 (5602)

1996-05-03 14:14:56# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[14:14]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þeir árekstrar sem hafa átt sér stað í núverandi kerfi hafa fyrst og fremst orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur verið megn óánægja með að nemendur á þessu svæði, en hér eru margir skólar, og auðvitað þá nemendur líka annars staðar að, hafi ekki getað valið sér þann skóla sem þeir kjósa helst að sækja. Mér er ekki kunnugt um að gagnrýnin hafi verið svo sterk annars staðar en hér. Það er fyrst og fremst á þessu svæði, e.t.v. eitthvað líka á Akureyri.