Framhaldsskólar

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 15:04:22 (5652)

1996-05-06 15:04:22# 120. lþ. 131.1 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, StG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[15:04]

Stefán Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Ég hef gert efnislegar athugasemdir við þetta frv. sem hér er komið til atkvæðagreiðslu. Ég hef enn nokkra von til þess að menntmn. taki nokkurt tillit til þeirra athugasemda milli 2. og 3. umr. og mun því nú sitja hjá við afgreiðslu einstakra breytingartillagna og málsins í heild.