Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 21:05:59 (5954)

1996-05-13 21:05:59# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[21:05]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Lúðvík Bergvinssyni, 6. þm. Suðurl. fyrir kjarnyrta og hnitmiðaða ræðu. Ég hef þrjár spurningar til hv. þm.:

1. Er hv. þm. ánægður með núgildandi reglur um biðlaunarétt, þ.e. að fólk geti verið á tvöföldum launum eins og dæmi eru um og valdið hefur hneykslan almennings?

2. Er hv. þm. ánægður með núverandi launakerfi ríkisstarfsmanna með óunninni yfirvinnu, utanlandsreisum með dagpeningum o.s.frv.?

3. Getur hv. þm. dregið saman í örfáum orðum megininntak ræðu sinnar?