Umgengni um nytjastofna sjávar

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 12:53:10 (6174)

1996-05-17 12:53:10# 120. lþ. 140.4 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[12:53]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka formanni sjútvn. tilraun hans til þess að reyna að upplýsa mig um hvað mönnum gangi þarna til en í 25. gr. er að finna nýja reglu sem er ekki að finna í 24. gr. og því dugir ekki að vísa til athugasemda sem er að finna við þá grein.

Það kom líka fram hjá hv. formanni sjútvn. að ef enginn finnst eða ef ekki er hægt að sýna fram á að einhver hafi brotið af sér verði þrátt fyrir það að finna einhvern til þess að refsa og það sé hugunin sem þarna er að finna og kom skýrt fram í svari formanns sjútvn. Það er þá komið fram að einhverjum verður að refsa ef brot hefur hugsanlega verið framið sem gæti orðið einhverjum til hagsbóta en markmiðið sé fyrst og síðast það að í einhvern verði að ná.