Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 16:27:56 (6203)

1996-05-17 16:27:56# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[16:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ekki vil ég að hv. þm. fari að skæla en hann telur að þetta sé þyngra en tárum taki að hafa mig í ræðustólnum. En ég held að hv. þm. ætti ekki að saka mig sérstaklega um sambandsleysi.

Breytingartillögur þær sem meiri hluti nefndarinnar flytur hafa þróast svona í gegnum tíðina og eftir umræðunni. Ég hreyfði reyndar hugmyndum að sumum þeirra strax í framsögu og það hafði verið tekið tillit til efnislegrar málefnalegrar gagnrýni frá verkalýðshreyfingunni á ákvæði í frv. eins og vinnustaðarfélög og þröskulda sem hvort tveggja breyttist, eins tengireglunni í frv. Öllu þessu var breytt til að koma til móts við efnislega gagnrýni. Hins vegar hef ég ekki ljáð máls á því að draga frv. til baka eins og hefur verið þrástagast á.

Áður en Lagastofnun kom með úrskurð sinn um að tengireglan kynni að vera ekki nógu góð var ég búinn að marglýsa því yfir að það væri velkomið mín vegna að hafa gildandi ákvæði um tengireglu ef Alþingi kysi svo.