Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 16:41:48 (6212)

1996-05-17 16:41:48# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[16:41]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þar sem hæstv. félmrh. á vonandi eftir að koma oftar í ræðustólinn hér eftir mitt tal, óska ég eftir að hann greini okkur frá því hvort eitt einasta verkalýðsfélag í landinu leggi blessun sína yfir frv. eins og það er nú. Ég er sannfærður um að svo er ekki.

Á sama tíma og hæstv. ráðherra talar um leiðir til að ná fram launajöfnuði er verið að samþykkja á þingi ekki einvörðungu þetta frv. heldur frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem sannanlega, og fyrir því hafa verið færð ítarleg rök, mun leiða til aukins ójafnaðar í launakerfinu. Hér stangast því sitthvað á.