Vegáætlun 1995--1998

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 17:11:08 (6464)

1996-05-22 17:11:08# 120. lþ. 145.9 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur

[17:11]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það sem hv. þm. sagði. Við eigum ekki að stilla upp málum þannig að við séum með annars vegar höfuðborgina og hins vegar önnur svæði eins og kemur reyndar fram ef maður skoðar þessar breytingartillögur. Sú brtt. sem flutt er af hv. þm. Svavari Gestssyni og fleirum er einmitt ekki hugsuð svona. Þess vegna met ég hana mikils að því leyti að hugsunin er rökrétt þar á bak við. Ég vil taka undir það að menn eiga ekki að stilla málum svona upp og skapa einhvers konar stríðsástand á milli manna. Ég held að það sé ekki heppilegt.