Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:21:05 (6502)

1996-05-23 11:21:05# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:21]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það hefur ekki verið sýnt fram á að nein sérstök þörf væri á því að hækka þann þröskuld sem er að finna í núgildandi lögum vegna atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur og raunar ekki verið algengt að miðlunartillögur væru felldar. Í áliti Lagastofnunar kom fram að hætta væri á því að það teldist ekki samrýmast rétti manna til frjálsra samninga samkvæmt alþjóðsáttmálum að torveldað væri með hækkun þröskulda að fella miðlunartillögu.

Herra forseti. Sú nýja efnisgrein sem hér er farið fram með svarar ekki þeirri grundvallargagnrýni. Ég segi því nei.