Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:41:45 (6514)

1996-05-23 11:41:45# 120. lþ. 146.3 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:41]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Ég tel, virðulegi forseti, að það frv. sem hér er greitt atkvæði um komi engan veginn í staðinn fyrir það frv. sem framsóknarmenn lofuðu fyrir kosningar um greiðsluaðlögun til þess að hjálpa skuldugum heimilum í landinu og þeir hafa nú svikið. Það frv. sem hér er verið að greiða atkvæði um felur einungis í sér að í einstaka tilvikum er heimilt að greiða lögfræðiþókun vegna nauðasamninga og mun gagnast mjög fáum. Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig sjálfstæðismenn beygja framsóknarmenn í hverju málinu á fætur öðru. Hér eru framsóknarmenn einungis að klóra í bakkann og það er sjálfsagt að aðstoða þá við það og ég segi já.