Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:06:57 (6792)

1996-05-29 17:06:57# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:06]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta frv. um framhaldsskóla sem á að greiða atkvæði um er ekki lagt fram í sátt við kennarasamtökin í landinu. Í frv. er fátt sem kemur nemendum til góða eða bætir aðstöðu þeirra. Frv. býður upp á mismunun við inntöku nemenda í framhaldsskóla þó þeir hafi náð grunnskólaprófi. Það býður upp á aukna miðstýringu. Það dregur úr möguleikum kennara til að hafa áhrif á stefnumótun í skólamálum. Því miður er engin trygging fyrir úrbótum í starfsmenntamálum í þessu frv. Ég mun því ekki greiða frv. atkvæði mitt.