Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:07:57 (6793)

1996-05-29 17:07:57# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, ÁÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:07]

Ásta B. Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Það eru vonbrigði að þær breytingartillögur sem lagðar voru fram af mér og hv. þm. Lúðvík Bergvinssyni hafa ekki hlotið brautargengi Alþingis því þær voru þess eðlis að þær hefðu stuðlað að auknu jafnrétti fatlaðra nemenda í framhaldsskólum landsins. Ég get hins vegar fallist á að margt í þessu frv. til laga um framhaldsskóla sé til verulegra bóta fyrir framhaldsskólann í heild sinni og lítil framfaraspor eru þó stigin til þess að jafna aðstöðumun fatlaðra nemenda. Þrátt fyrir það að lengra hafi ekki verið gengið og ekki vilji fyrir því á hinu háa Alþingi mun ég engu að síður greiða atkvæði mitt með þessu frv.