Grunnskóli

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:13:24 (6796)

1996-05-29 17:13:24# 120. lþ. 151.6 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:13]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Í afgreiðslu frv. felst uppgjöf á því að flytja grunnskólann yfir til sveitarfélaganna. Með þessu er verið að viðurkenna að það er ekki hægt og ákveðið að skilja hluta af verkefninu eftir hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga sem hefur að sjálfsögðu engar faglegar forsendur til þess að stýra þessum málaflokki. Engu að síður held ég að miðað við allar aðstæður sé þetta skársta leiðin í trausti þess að menntmrn. fylgist með málinu, mér liggur við að segja í smáatriðum eins og hæstv. menntmrh. lýsti yfir í gærkvöldi, og samningar takist hið fyrsta um fyrirkomulag þessara mála. En ég tel að sú lending sem hér er á ferðinni sé því miður ekki nægilega traust fyrir sérskólana.