Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 10:27:02 (6804)

1996-05-30 10:27:02# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[10:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir þessa ræðu, en alveg sérstaklega þakka ég henni fyrir góða formennsku í hv. félmn. þar sem þetta þarfa og góða frv. fékk mjög málefnalega vinnu. Sumt var tekið út úr því vegna þess að menn höfðu efasemdir um að það samræmdist alþjóðasamningum og mannréttindum en annað stóð eftir og ég tel að frv. hafi batnað mjög mikið. En ég er með nokkrar spurningar til hv. þm.

1. Telur hv. þm. að stéttarfélögin muni setja markmið átaka og valdabaráttu ofar markmiðum um hærri laun og betri kjör fyrir hið vinnandi fólk?

2. Telur hv. þm. að viðræðuáætlanir séu ekki til góða fyrir verkalýðsfélögin, stéttarfélögin, sem kröfðust þess einmitt og hafa kvartað undan því að hafa ekki fengið viðsemjendur sína að borðinu?

3. Telur hv. þm. að frv. ef að lögum verður muni breyta einhverju fyrir sæmilega virk stéttarfélög þar sem t.d. helmingur félagsmanna tekur allan jafna þátt í kosningum og fundum? Þar á ég við þröskuldana sem eru í frv.

4. Nú voru mikil átök á ASÍ-þingi og lá við að ASÍ klofnaði. Sumir hafa talið að hæstv. félmrh. hafi þjappað verkalýðshreyfingunni saman. Telur þingmaðurinn að hæstv. félmrh. hafi forðað ASÍ frá því að springa?