Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 11:22:28 (6813)

1996-05-30 11:22:28# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[11:22]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi ræða hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur staðfestir auðvitað það sem hv. þm. Kristinn Gunnarsson sagði og ég vitnaði í áðan. Flestir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á móti og vísa málum frá. Þetta er þumbaraleg afstaða. Þessi afstaða hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur er þumbaraleg afstaða. Ég ætla að vona stjórnarandstöðunnar vegna og Alþingis vegna að hv. stjórnarandstæðingar íhugi mjög vel þetta gagnmerka viðtal við hv. þm. Kristin Gunnarsson í Alþýðublaðinu í gær sem er eins og ég sagði áðan einhver allra starfsamasti og gleggsti þingmaður á Alþingi í dag. Um það held ég að allir geti verið sammála.