Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 15:56:10 (6914)

1996-05-31 15:56:10# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[15:56]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Fjármagnstekjur á að skattleggja eins og aðrar tekjur. Flatur 10% brúttóskattur ríkisstjórnarinnar án sérstaks persónuafsláttar refsar þeim sem litlar inneignir eiga en verðlaunar þá sem miklar innstæður hafa. Verst er þó að samkvæmt frv. lækkar skattur á arðgreiðslur úr rúmum 40% í 10%. Þetta ákvæði er höfðingleg gjöf til þeirra sem miklar eignir eiga í hlutabréfum og mun vinna upp fyrir þá og vel það, því sem þeir tapa á fjármagnstekjuskattinum. Ég segi já við því að þessu máli í heild verði vísað til ríkisstjórnarinnar og málið verði undirbúið fyrir næsta þing.