Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:08:02 (6922)

1996-05-31 16:08:02# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:08]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að heimilt sé að fresta skattlagningu á söluhagnaði um tvö ár. Við leggjumst á móti þessari tillögu. Söluhagnaður er nú skattlagður í mun lægra skattþrepi en áður var og allar okkar tillögur um aðra útfærslu hafa verið hunsaðar. Okkur finnst því óeðlilegt að til viðbótar sé heimilt að fresta greiðslu söluhagnaðar sem þýðir í reynd að það er ekki einungis um tvö ár sem hægt er að fresta heldur endalaust. Í útfærslu þessarar greinar þýðir það að söluhagnaður verður aldrei skattskyldur og er hér um að ræða eina útfærsluna enn af hinum góðu gjöfum ríkisstjórnarinnar til stórra hluthafa í þessu landi. Ég segi nei.