Stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 21:32:05 (7085)

1996-06-03 21:32:05# 120. lþ. 158.26 fundur 61. mál: #A stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna# þál. 16/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[21:32]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að sjá áhuga flokksbróður míns á þessu máli og vissulega hefur hann margt til síns máls. Hann segir að stúlkur séu konur. Ég er alveg sammála því en ég vil líka benda á það að konur eru menn þannig að það má lengi munnhöggvast út af málnotkun varðandi karla, konur, stúlkur og drengi. Ég vil einungis ítreka að það sem fyrst og fremst er byggt á hér er að tryggja að þessi skoðun og þessi stefnumótun nái til þess sem eru kallaðar á íþróttamáli stúlknaíþróttir og kvennaíþróttir, samanber að talað er um drengjalandslið, unglingalandslið o.s.frv. hjá körlum líka. Það er fyrst og fremst það sem býr hér að baki og ég vildi einungis ítreka það.