Menningar- og tómstundastarf fatlaðra

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:18:43 (7101)

1996-06-03 22:18:43# 120. lþ. 158.29 fundur 71. mál: #A menningar- og tómstundastarf fatlaðra# þál. 17/1996, MF
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:18]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. félmn. fyrir jákvæða afgreiðslu þessarar tillögu og sé ekki að það skipti neinu hvort þarna er kveðið fast á um fimm manna nefnd eða hæstv. ráðherra sjái eða láti kanna nákvæmlega sömu þætti og um gat í tillögunni. E.t.v. verður þetta til þess að starfinu ljúki fyrr en ella vegna þess að það eru tímatakmörk á endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra. Ég tek það svo að þegar þeirri endurskoðun lýkur, þá muni jafnframt liggja fyrir niðurstaða af þeirri könnun sem hér um ræðir.

Ég vil þakka nefndinni fyrir niðurstöðuna og góða vinnu.