Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 12:04:37 (7299)

1996-06-05 12:04:37# 120. lþ. 161.7 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, GE
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[12:04]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að gera hér smátillögu um breytingu. Það hefur verið rekinn skólabátur við örðug skilyrði. Að þeim rekstri hefur staðið Karel Karelsson. Hann hefur einnig verið með í áhöfn sinni ungt fólk sem hefur lent á einhvers konar afbrotabraut og hjálpað þeim þannig inn í atvinnulífið á nýjan leik með starfsþjálfun við sjóvinnu. Það sem helst hefur staðið rekstri bátsins fyrir þrifum hefur verið kvótaleysi. Því flyt ég þessa smátillögu sem yrði til þess að aðilinn sem hér um ræðir geti betur staðið að þessum rekstri og þá kannski e.t.v. fleiri ef um slíkt er að ræða. Tillagan er svohjóðandi:

,,Við 3. gr. bætist ný málsgrein:

Ráðherra er heimilt að úhluta til reksturs skólabáta allt að 200 þorskígildum árlega.``