Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:07:44 (7301)

1996-06-05 13:07:44# 120. lþ. 161.4 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:07]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Það frv. sem nú er komið til lokaafgreiðslu er um margt gallað. Það er málamiðlun milli andstæðra sjónarmiða sem nefnd allra stjórnmálaflokka náði á sínum tíma. Það sem einkum vefst fyrir okkur þingkonum Kvennalistans er það ákvæði sem snýr að arðgreiðslum. Þrátt fyrir þá annmarka sem á frv. eru finnst okkur mjög mikilvægt að fjármagnstekjuskatti verði komið á. Komi alvarlegir gallar í ljós verður að taka á þeim síðar. Því er það niðurstaða okkar að styðja þetta frv.