Opinber fjölskyldustefna

Fimmtudaginn 12. október 1995, kl. 14:09:52 (257)

1995-10-12 14:09:52# 120. lþ. 9.1 fundur 16. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst það ekkert keppikefli að standa í deilum við samstarfsmenn mína. Ég reyni að rökræða við þá, ég reyni að fá þá á mína skoðun og engar deilur hafa verið í gangi milli mín og hæstv. fjmrh. um gerð fjárlagafrv. Við erum nákvæmlega sammála um það að reyna að afgreiða þessi fjárlög með ekki meira en fjögurra milljarða halla. Það er okkur báðum keppikefli, mér ekki síður en honum. Ríkisstjórnin ber öll ábyrgð á stjórn landsins þetta kjörtímabil. Ég þarf ekkert að kvarta undan samskiptum við hæstv. fjmrh. vegna þess og ég bendi á að til málefna fatlaðra hefur verið hækkað um 10% og þrátt fyrir allt tal um aðhald og allt tal um niðurskurð verður félmrn. afgreitt með hér um bil nákvæmlega um sömu tölu í frv. eins og það var afgreitt í síðustu fjárlögum.