Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 18:16:09 (690)

1995-11-02 18:16:09# 120. lþ. 25.6 fundur 126. mál: #A sveitarstjórnarlög# (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[18:16]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Ég vek athygli hv. þm. á að hér er um að ræða ákvæði til bráðabirgða, ekki varanlega breytingu á lögum. Það er tekið þarna tillit til aðstæðna. Það kann að vera að hv. Alþingi þyki að þarna sé sveitarfélögum mismunað óeðlilega. Ég lít ekki svo á. Ég tel að þetta gangi. Það kann að vera að meiri hluti Alþingis sé á öðru máli og þá vænti ég þess að það verði skoðað sérstaklega í hv. félmn. Hins vegar tel ég að okkur væri sómi að því að reyna heldur að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum ef íbúar þar vilja svo fremur en að vera að gera þeim það óþægilegra eða torvelda það á nokkurn hátt.