Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 13:37:17 (1251)

1995-11-23 13:37:17# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[13:37]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Borist hefur eftirfarandi bréf til forseta Alþingis, dags. 23. nóv. 1995:

,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. um álbræðslu við Straumsvík verði tvöfaldur vegna mikilvægi málsins.

Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþb.``