Úttekt á hávaða- og hljóðmengun

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 17:08:17 (1381)

1995-11-28 17:08:17# 120. lþ. 42.10 fundur 133. mál: #A úttekt á hávaða- og hljóðmengun# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[17:08]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég ætlaði bara að segja að nálægð kjörinna fulltrúa í Mjóafirðinum er mér ljós, en vil jafnframt vekja athygli á því að það sama gildir um kjörna fulltrúa í þéttbýlinu. Grundvöllurinn er sem sagt sá að það þarf nokkuð sterk bein í kjörna fulltrúa, en þá er hægt að sinna verkefninu.