Tilhögun þingfundar

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 13:32:41 (1408)

1995-11-29 13:32:41# 120. lþ. 43.99 fundur 107#B tilhögun þingfundar#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[13:32]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Varðandi fundahald í dag vill forseti minna á að að loknum fyrirspurnafundi verður settur nýr fundur og þá fara fram atkvæðagreiðslur um níu dagskrármál. Má gera ráð fyrir því að sá fundur verði settur og atkvæðagreiðslur fari fram einhvern tíma fyrir kl. 16 en kl. 17.30 fer fram utandagskrárumræða. Efni umræðunnar er innritunargjöld á sjúkrahús og verður hæstv. heilbrrh. til andsvara en málshefjandi er Össur Skarphéðinsson. Þetta er hálftíma umræða. Þá er gert ráð fyrir því að settur verði nýr fundur kl. 18.00 og þá verður tekið fyrir nefndarálit frá landbn. um búvörumálið.