Innritunargjöld á sjúkrahús

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 18:09:08 (1473)

1995-11-29 18:09:08# 120. lþ. 44.91 fundur 105#B innritunargjöld á sjúkrahús# (umræður utan dagskrár), VS
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur


[18:09]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég skal vera stuttorð. Ég kveinka mér ekkert undan þessari umræðu. Mér finnst í sjálfu sér eðlilegt að hún fari fram á hv. Alþingi en það hefði kannski verið eðlilegra að hún færi fram undir liðnum fjárlög þar sem þetta er atriði sem tekið er á í fjárlagafrv.

Hv. þm. Kristín Ástgeirsdóttir sagði áðan að við þyrftum að ná niður beinum framlögum til heilbrigðiskerfisins og hv. þm. Margrét Frímannsdóttir sagði m.a. að hæstv. heilbrrh. hefði átt að láta reyna á eitthvað annað og finna aðrar leiðir. Það er einmitt það sem hæstv. ráðherra er að gera á svo margan hátt. Hún nefndi úttektir á stofnunum, hagræðingu og samvinnu. Hæstv. ráðherra er líka að skipa nefnd um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og hún hefur verið að fresta framkvæmdum sem er ekkert þægilegt heldur. Það er verið að reyna svo margt annað, en það dugar ekki til. Við getum ekki rekið okkar velferðarkerfi með erlendum lántökuum. Um það snýst málið, það er ekki flóknara. Og vegna þess að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson var að gera lítið úr þeim sem hér hafa talað af hálfu Framsfl., þá sagði hv. þm. Siv Friðleifsdóttir að sjálfsögðu þegar hún talaði um matargjöld: ,,Það eru þessi innritunargjöld.`` Hv. þm. þurfti því ekkert að vera að snúa út hvað það snertir.