Framleiðsla og sala á búvörum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 22:42:02 (1503)

1995-11-29 22:42:02# 120. lþ. 45.1 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[22:42]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kemur í fyrsta minnihlutaáliti landbn. teljum við nauðsynlegt að verja verulegum fjármunum til þess að draga þessa atvinnugrein nánast til byggða hvað varðar viðskiptalegt umhverfi. Hjá því verður ekki komist. Forsenda þess að við styðjum að verulegir fjármunir verði lagðir í þessa grein er sú að í þeim samningi, sem gerður yrði á milli ríkisvaldsins og Bændasamtakanna, væri að finna einhverja framtíðarsýn. Einhverja réttlætingu þarf fyrir því að við samþykkjum að eyða 12 milljörðum eða þaðan af meira í slíkan samning. Einhver framtíðarsýn þyrfti að sjást í samningi Bændasamtakanna og ríkisvaldsins.