Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:51:49 (1802)

1995-12-08 18:51:49# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel þetta svar ekki fullnægjandi. Eitthvað og kannski og e.t.v. Hér er spurt til hvers nákvæmlega er verið að setja þessa klásúlu inn í lögin. Það er eðlilegt líka að það komi fram hjá hæstv. heilbrrh. hvort þessa klásúlu eigi hugsanlega að nota eitthvað í í heilbrigðiskerfinu eins og hæstv. fjmrh. gaf í skyn. En ég tel ekki aðgengilegt að þingmenn fái ekki nákvæmari svör en þetta að það kunni að vera og e.t.v. og kannski eigi að breyta ríkisrekstri og veigamiklum þáttum í velferðarþjónustunni. Ég tel að þingið eigi kröfu á slíku.