Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 18:52:55 (1803)

1995-12-08 18:52:55# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[18:52]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef á þessari stundu hefði verið vitað nákvæmlega hvar ætti að nota þessa tilteknu grein hefði að sjálfsögðu verið eðlilegra að flytja lagabreytingu þess efnis. Hér er hins vegar verið að óska eftir því að veitt sé almenn heimild til að hægt sé að beita hagkvæmni í rekstri ríkisins. Ég vona að allir hv. þm. séu sammála um að slíkt sé æskilegt. Auðvitað er ekki hægt að svara spurningunni með ,,konkret`` dæmum einfaldlega vegna þess að ef þau væru til á þessari stundu mundum við beita beinum lagabreytingum ef þess væri þörf vegna viðkomandi máls. Það er því ekki hægt að svara spurningunni öðruvísi á þessari stundu.