Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 12:52:35 (2059)

1995-12-16 12:52:35# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[12:52]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umhvn. tekur sér þann tíma sem þarf í svona máli. Hún lætur iðnn. ekki skammta sér tíma. Það er slæmt fordæmi fyrir umhverfismálin ef iðnn. ákveður hraðann í vinnu af þessu tagi. Hafi tíminn verið of stuttur, þá átti umhvn. að taka sér lengri tíma. Umhvn. þarf að temja sér það og þeir sem veita þeim málaflokki forstöðu að átta sig á því að þetta eru forgangsmál og eru engu síður mikilvæg en t.d. mál sem snerta fjmrn. Í rauninni eru umhverfismálin þvert á öll mál, snerta öll undirstöðumál þessarar stofnunar og það má aldrei víkja þeim til hliðar vegna tímaskorts og sérstaklega ekki, liggur mér við að segja, tímaskorts sem ákveðinn er að kröfu iðnn., með fullri virðingu fyrir henni.