Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:11:33 (2122)

1995-12-18 16:11:33# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:11]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það er spurning, hæstv. forseti, um meðferð á fyrirsögnum og hvaða reglur gilda um þær. Hér er verið að samþykkja nokkur ákvæði til bráðabirgða um sérstakan tekjuskatt, fyrirframgreiðslu manna á sérstökum tekjuskatti, en þó tekur steininn úr þegar lagt er til að ein fyrirsögnin sé niðurfærsla bifreiða. Ég skora á hæstv. forseta að beita sér fyrir lagfæringu á þessum fyrirsögnum öllum.

(Forseti (ÓE): Við skoðum þetta á milli umræðna.)